Veratrum californicum

Ættkvísl
Veratrum
Nafn
californicum
Íslenskt nafn
Sólhnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til fölgrænn.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Stinnur stöngull, allt að 2 m hár. Lauf aflöng til egglaga, gishærð neðan, hárin helst við jaðrana.
Lýsing
Neðri skúfgreinar DRÚPA EKKI. Blómhlífarflipar hvítir til fölgrænir, mjög lítið hærðir eða hárlausir utan, heilrendir.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð jurt, í bakkant á fjölæringabeðum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2006 og gróðursettur í beð 2010.