Veratrum viride

Ættkvísl
Veratrum
Nafn
viride
Íslenskt nafn
Grænhnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós- eða skærgrænn.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Stöngull uppréttur, allt að 2 m hár. Lauf aflöng til egglaga, gishærð neðan.
Lýsing
Blómskúfur greinilega MEÐ DRÚPANDI greinar neðantil. Blómhlífarflipar ljós- eða skærgrænir, hærðir utan að minnsta kosti á miðrifi og jöðrum, jaðrar með að minnsta kosti nokkrar, óreglulegar tennur.
Uppruni
N-Ameríka.
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í bakkant fjölæringabeða.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1991 og gróðursettur í beð 1996.