Verbascum longifolium

Ættkvísl
Verbascum
Nafn
longifolium
Íslenskt nafn
Kóngakyndill, kóngaljós
Ætt
Scrophulariaceae
Lífsform
fjölær, tvíær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
gullgulur
Blómgunartími
júlí-ágúst
Hæð
1.2-1.5m
Vaxtarlag
Myndar mjög fallegar og stórar blaðhvirfingar
Lýsing
Blómstönglar verða 120-150cm með stór blóm í Þéttum gildum, ógreindum klasa, frjóþræðir með gullleit eða hvítleit hár. Blöðin 45-60cm löng, talsvert bylgjuð, mjóegglaga eða lensulaga öll óvenju mikið hærð og silfurgrá, neðstu stilkuð en ekki þau efri
Uppruni
Ítalía, Balkanskagi
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
sáning að vori, rótargræðlingar, hliðarsprotar, ungar plöntur má geyma í sólreit fyrsta veturinn
Notkun/nytjar
skrautblómabeð
Reynsla
Harðger-meðalharðger tegund, þarf uppbindingu - oft skammlíf í ræktun. Halda við með sáningu
Yrki og undirteg.
V. longifolium var. pannosum (Vis.) Murb. sem er til hér í görðum er alltaf fjölær og enn loðnari en aðalteg. og með stærri blóm