Verbascum phoeniceum

Ættkvísl
Verbascum
Nafn
phoeniceum
Íslenskt nafn
Blámannskyndill, blámannsljós
Ætt
Scrophulariaceae
Lífsform
fjölær, tvíær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
dökkfjólublár, rósrauður, bleik
Blómgunartími
júlí-ágúst
Hæð
0.6-1m
Vaxtarlag
Ólík undanförnum teg. á ýmsan hátt
Lýsing
Blómstönglar ógreindir og blómskipun nokkuð gisnari og fínlegri, blóm á lengri stilkum, margir blómstönglar á hverri plöntu. Blöðin fremur fá og lítil og mynda litla græna hvirfingu
Uppruni
S Evrópa, N Asía
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
sáning að vori, rótargræðlingar
Notkun/nytjar
skrautblómabeð
Reynsla
Oft fremur skammlíf, lifir þó oftast í nokkur ár ef árferði er sæmilegt, alg. í görðum einkum sunnanlands