Viburnum acerifolium

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
acerifolium
Íslenskt nafn
Hlynber
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1,8 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 1,8 m hár. Ungar greinar með mjúkt ullarhár, verða seinna hárlausar.
Lýsing
Laufin allt að 10 × 10 sm, líkjast laufi hlyns, bogadregin eða hjartalaga við grunninn, lítið eitt ullhærð ofan, mjúk-ullhærð (einkum í fyrstu) og svartdoppótt neðan, fagurrauð að haustinu, þríflipótt, hliðafliparnir mjó-langyddir, laufin gróftennt. Laufleggir allt að 2,5 sm, ullhærðir. Blómin hvít, 5 mm í þvermál, öll frjó, í löngum, leggjuðum, endastæðum skúf sem er allt að 7,5 sm í þvermál. Aldin egglaga, 8,5 mm, rauð, seinna purpurasvört,
Uppruni
Austur N-Ameríka.
Sjúkdómar
Laufblettir af völdum baktería.
Harka
Z3
Heimildir
= 1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sáning, með græðlingum, með ágræðslu. Hefur tilhneigingur til að mynda rótarskot.
Notkun/nytjar
Í kanta, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2000, kelur nokkuð.