Viburnum glomeratum

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
glomeratum
Íslenskt nafn
Geislaber
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
Viburnum veitchii C.H. Wright
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, þéttur, uppréttur runni, 1,5 m, greinar þétt stjarn-ullhærð í fyrstu.
Lýsing
Lauf 12,5 × 7,5 sm, egglaga, langydd, grunnur hjartalaga til bogadreginn, hvasstennt eða með fáar tennur. Lítið eitt stjarhærð og snörp ofan, þétt stjarnhærð neðan. Laufleggir þétt stjarhærðir. Blómin hvít, 6,5 mm, öll frjó, í flötum mjög hreistur-ullhærðum, oftast 7-geisla skúf, sem er allt að 12,5 sm í þvermál. Blómskipunarleggur sterklegur, bikar stjarhærður til lóhærður. Aldin 8 mm, stutt-oddvala, rauð verða seinna svört. Blómin eru tvíkynja og frævuð af skordýrum. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf.
Uppruni
M Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. Fræinu er best að sá í sólreit strax og það hefur náð fullum þroska. Spírunin getur verið hæg og stundum tekur hún meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ´grænu´ (þegar það er þroskað en áður en það er trénað) og sáð strax í sólreit, ætti það að spíra næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánaða hitameðferð og 3 mánað kuldameðferð og svo getur tekið það 18 mánuði að spíra. Dreifplantið ungplöntunum hverri í sinn pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og látið þær vaxa áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru settir í sólreit snemmsumars. Setjið hverja og eina plöntu í sinn pott strax og þær fara að rætast og gróðursetjið þær að vori eða snemsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru teknir af hálftrénuðum viði, 5-8 sm langir með hæl er hægt að taka í júlí-ágúst og settir í sólreit. Plantið þeim hverjum í sinn pott strax og þeir fara að rætast. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa af veturinn. Best er að hafa þá í gróðurhúsi eða sólreit þar til næsta vors áður en græðlingarnir eru gróðursettir í beð. Haustgræðlingar eru hafðir í sólreit, þeir ættu að rætast snemma næsta vor. Setjið þá í potta þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handfjatla þá og plantið þeim út að sumrinu ef þeir hafa vaxið nógu mikið að öðrum kosti eru plönturnar hafðar í sólreit næsta vetur og gróðursetjuð þær næsta vor. -----------------Sveiggræðsla á ársprotum fer fram í júlí-ágúst. Sveiggræðslan tekur 15 mánuði.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beðkanta á trjábeðum. Auðræktuð planta, sem þrífst í flestum jarðvegsgerðum, en síst þó í mögrum og þurrum. Vex best í frjóum, djúpum. leirkenndum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Best er að plantan sé í skugga í morgunsólinni snemma á morgnanna á vorin. Náskyldur lambarunna (V. lanata), en er ekki eins harðgerður og hann.Plantan frjóvgar sig ekki sjálf, og þarf að láta vaxa hjá erfðafræðilega ólíkri plöntu til að geta myndað aldin og frjó fræ.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1988, er falleg en kelur lítið eitt. Einnig er til planta sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988, falleg planta sem kelur næstum ekkert. Harðgerður og hefur reynst vel í garðinum.