Viburnum lantana

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
lantana
Íslenskt nafn
Lambarunni
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí og fræið þroskast frá júlí til september.
Hæð
1-2(-5 ) m og 4 m breiður.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Kröftugur, uppréttur, lauffellandi runni, allt að 4,5 m hár, stöku sinnum eins og tré í vextinum, Ársprotar þétt og smá stjarhærðir, hárin ljós.
Lýsing
Laufin 12,5 × 10 sm, breiðegglaga til aflöng, ydd eða næstum oddlaus, hjartalaga við grunninn, smátennt, flauels-stjarnhærð ofan að minnsta kosti í byrjun, þétt- og smástjarnhærð neðan. Laufleggir 3 sm. Blómin hvít, 6,5 mm í þvermál, öll frjó, oftast í 7-geisla skúfum, sem eru 10 sm í þvermál. Aldin aflöng, 8,5 mm, rauð, verða seinna svört og gljáandi. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Plantan frævar sig ekki sjálf.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, Litla Asía, Kákasus, N Íran.
Harka
Z3
Heimildir
1
Fjölgun
Vorsáning (þefill ber), sumargræðlingar (í júní), sveiggræðsla. Fræinu er best að sá í sólreit strax of það hefur þroskast. Spírunin getur verið hæg, tekur stundum meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ‚grænu (þegar það er þroskað en áður en það er trénað) og sá því strax í sólreit, ætti það að spíra næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánaða hitameðferð og svo 3 mánaða kuldameðferð og það getur þurft 18 mánuði í viðbót svo að fræið spíri. Dreifplantið smáplöntunum hverri í sinn pott þegar þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og ræktið þær áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru settir í sólreit. Setjið þá hvern í sinn pott strax og þeir hafa rætst og plantið þeim út síðla vors eða senmmsumars næsta ár. Sumargræðlingar, 5-8 sm langir með hæl ef hægt er í júlí-ágúst í sólreit. Setjið þá í potta strax og þeir fara að rætast. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa af veturinn. Best er að hafa þá í gróðurhúsi eða sólreit þar til næsta vor áður en þeim er plantað út. Haust/vetrargræðlingar eru hafðir í sólreit. Þeir ættu að rætast snemma næsta vor, setjið þá þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handleika þá hverjum í sinn pott og plantið þeim út að sumrinu ef þer eru orðnir nógu stórir, að öðrum kosti eru græðlingarnir hafðir í sólreit næsta vetur og síðan plantað út. Sveiggræðsla ársprota fer fram í júlí-ágúst. Tekur 15 mánuði. Unga sprota er hægt að nota sem vafningsvið. Þessi tegund er notuð sem ágræðslurót fyrir öll form af Viburnum sem þurfa ágræðslu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð. Auðræktuð planta. Þrífst í flestum jarðvegsgerðum, en síst þó í mögrum og við þurrar aðstæður. Ólíkt flestum tegundum ættkvíslarinnar getur lambarunni (V. lantana) vaxið í fremur þurrum jarðvegi Vex best í djúpum, frjóum, rökum jarðvegi móti sól eða í hálfskugga. Þolir ekki vatnsósa jarðveg. Best ef plantan er skyggð fyrir sól snemma á morgnanna á vorin. Þolir ekki loftmengun. Plantan endurnýjar sig vel eftir klippingu. Þolir léttan skugga í skógum. Það er skynsamlegt að rækta tvær erfðafræðilega ólíkar plöntur saman til að vera viss um að fá bæði aldin og frjótt fræ.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til allmargar plöntur, sú elsta er frá tíð Jóns Rögnvaldssonar, kól nokkuð framan af en lítið sem ekkert í seinni tíð. Einnig eru til tvær plöntur úr sáningu frá 1978, voru gróðursettar í beð 1985, kala svo til ekkert. Fjórar plöntur úr sáningu frá 1983 sem gróðursettar voru í beð 1988 (2), 1990 (1) og (2004), allar eru mjög fallegar og þrífast vel. Að lokum er til ein sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1994, þrífst vel. Harðgerður-meðalharðgerður runni, talinn vindþolinn, þarf aðs snyrta reglulega.