Viburnum lentago

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
lentago
Íslenskt nafn
Vargarunni
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré eða runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Maí-júní og fræ þorskað í september-október.
Hæð
- 9 m og 5 m breiður.
Vaxtarlag
Kröftugur, lauffellandi runni eða lítið tré allt að 9 m hátt. Greinar granna, dálítið rauðhreistraðar.
Lýsing
Lauf allt að 10 × 5 sm, egglaga til öfugegglaga, lang-odddregin, grunnur fleyglaga til bogadreginn, hvasstennt og reglulega tennt, glansandi, dökkgræn, ljósari neðan, hárlaus nema með hreistur á æðastrengjunum. Skær rauðbrún á haustin. Laufleggir 2,5 sm, oftast með breiða vængi. Blóm rjómahvít, 6,5 mm í þvermál, öll frjó, í legglausum, endastæðum skúfum, sem eru allt a ð 11,5 sm í þvermál. Aldin egglaga, allt að 16 mm, blásvört, döggvuð. Blómin eru tvíkynja (það eru bæði með kvenkyns- og karlkyns líffæri) og þau eru frævuð af skordýrum. Plantan frævar sig ekki sjálf.
Uppruni
Austur N-Ameríka.
Harka
Z2
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. Fræi er best að sá í sólreit strax og þau eru fullþroskuð. Spírunin getur verið hæg, tekur stundum meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ‚grænu (þegar það er þroskað en ekki trénað) og sá því strax í sólreit, þau ættu að spíra næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánaða hitameðferð og síðan 3 mánað kuldameðferð og spírunin getur þó tekið 18 mánuð í viðbót. Setjið smáplönturnar hverja í sinn pott þegar þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og ræktið þær áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár á eftir. Sumargræðlingar eru teknir að sumrinu og settir í sólreit. Pottið græðlingana strax og þeir eru farnir að skjóta rótum og plantið þeim út síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar, 5-8 sm langir með hæl ef hægt er, eru teknir í ágúst og settir í sólreit. Plantið þeim hverjum í sinn pott strax og þeir eru farnir að skjóta rótum. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa veturinn af, en best er að hafa þá í gróðurhúsi eða í sólreit áður en þeim er plantað út. Haustgræðlingar eru settir í sólreit. þeir ættu að rætast snemma næsta vor. Pottið þeim þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handfjatla þá og plantið þeim út að sumrinu ef plönturnar hafa vaxið nógu mikið að öðrum kosti eru plönturnar hafðar í sólreit næsta vetur og síðan er þeim plantað
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, sem stakstæður runni. Auðræktuð planta, þrífst í margs konar jarðvegi, illa í mögrum jarðvegi og þar sem þurrt er. Þrífst best í djúpum, frjóum jarðvegi móti sól eða í hálfskugga. Best er ef hún er í skyggð og laus við sól snemma morguns að vorinu. Mjög harðgerð þlanta, þolir hitastig allt niður í 30°C. Tegundin vex hratt en er skammlíf í náttúrunni. Myndar auðveldlega rótarskot og því fljótt þykkni, vaxtarlag sem er óæskilegt í litlum görðum. Plantan vex vel en er oft treg að mynda aldin t.d. á Bretlandseyjum. Það getur verið vegna þess að þær geta ekki frjóvgað sig sjálfar og þurfa að vaxa nálægt plöntum sem eru erfðafræðilega ólíkar til að geta myndað aldin og frjó fræ.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1988, kelur dálítið sum árin, og onnur planta sem sáð var til 1985 og gróðursett í beð 1988, kelur líka dálítið.