Viburnum lentago

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
lentago
Yrki form
Jenkki
Íslenskt nafn
Vargarunni
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Vex best í hálfskugga, en getur líka vaxið í sólskini.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Byrjun júní.
Hæð
4-5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 4-5 m hár, sem þróast auðveldlega í lítið tré. Blómin gulhvít í knúbbinn, opnast í byrjun júní. Ber svört, óæt. ε
Lýsing
Laufin eru leðurkennd, slétt og hraustleg, glansandi. Haustlitir eru oftast gul-rauðir. Sjá lýsingu á aðaltegund að öðru leyti.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.taimistoviljelijat.fi, http://suomalainentaimi.fi
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstæður runni. Runninn er þekktur fyrir að vera hraustur, er laus við að verða fyrir árásum skordýralirfa. --- Klippt limgerði er endurnýjað með því að klippa elstu og veikbyggðustu greinarnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðfengin planta frá 2009, var gróðursett í beð það ár, þrífst vel.