Viburnum opulus

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
opulus
Íslenskt nafn
Úlfaber
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí og fræ þroskað í september-október
Hæð
1,5.2 m (5 m) hár og álíka breiður.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Sumargrænir runnar, allt að 4,5 m hár, myndar þykkni, stofnar uppréttir, gráir, börkur þunnur. Ársprotar hárlausir.
Lýsing
Lauf allt að 10 × 10 sm, minna á hlynlauf, 3-, stundum 4- eða 5-flipótt, flipar hvassyddir, laufin gróf og óreglulega tennt, dökkgræn og glansandi á efra borði, ullhærð á neðra borði, verða vínrauð að haustinu. Laufleggir allt að 2 sm, kirtilhærðir, með par af axlablöðum við grunninn, axlablöð þunn, bandlaga. Blómin allt að 2 mm í þvermál, rjómahvít, lítil og frjó, og ófrjó og skrautleg, í flötum skúfum, 7,5 sm í þvermál. Fræflar gulir. Aldin 8,5 mm, hnöttótt, skærrauð. Blómin eru tvíkynja og frævuð af skordýrum og getur frævað sig sjálfa. Plantan frjóvgar sig sjálf.
Uppruni
Evrópa, NV Afríka, Litla Asía, Kákasus, M Asía.
Harka
Z3 og er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sumargræðlingar (júní-júlí), sáning, sveiggræðsla, 10 sm síðsumargæðlingar. Fræinu er best að sá í sólreit strax og það hefur náð fullum þroska. Spírunin getur verið hæg og stundum tekur hún meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ´grænu´ (þegar það er þroskað en áður en það hefur trénað) og sáð strax í sólreit, ætti það að spíra næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánaða hitameðferð og 3 mánað kuldameðferð þar á eftir og svo getur tekið það 18 mánuði að spíra. Dreifplantið ungplöntunum hverri í sinn pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og látið þær vaxa áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru settir í sólreit snemmsumars. Setjið hverja og eina plöntu í sinn pott strax og þær fara að rætast og gróðursetjið þær að vori eða snemsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru teknir af hálftrénuðum viði, 5-8 sm langir með hæl er hægt að taka í júlí-ágúst og settir í sólreit. Plantið þeim hverjum í sinn pott strax og þeir fara að rætast. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa af veturinn. Best er að hafa þá í gróðurhúsi eða sólreit þar til næsta vors áður en græðlingarnir eru gróðursettir í beð. Haustgræðlingar eru hafðir í sólreit, þeir ættu að rætast snemma næsta vor. Setjið þá í potta þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handfjatla þá og plantið þeim út að sumrinu ef þeir hafa vaxið nógu mikið að öðrum kosti eru plönturnar hafðar í sólreit næsta vetur og gróðursetjuð þær næsta vor. -------------- Sveiggræðsla á ársprotum fer fram í júlí-ágúst. Sveiggræðslan tekur 15 mánuði.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð. Auðræktuð planta, sem þrífst í flestum jarðvegsgerðum, en síst þó í mögrum og þurrum. Vex best í frjóum, djúpum, leirkenndum jarðvegi í sól. Lifir í hálfskugga en vex ekki vel og myndar ekki aldin við slíkar aðstæður. Þrífst ekki vel í mjög súrum jarðvegi. Best er að plantan sé skyggð i sólinni snemma á morgnanna á vorin. Mjög skrautleg planta sem þolir allt að 30 °C og er oft ræktaður í görðum. Til eru mörg afbrigði sem hafa hvert sitt nafn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom frá gróðrarstöð 1984 og var gróðursett í beð það ár. Kelur oftast lítið. Einnig eru til 2 plöntur úr sáningu sem sáð var til 1984, gróðursettar í beð 1988 og 1989, báðar hafa kalið ögn en næstum ekkert síðustu árin. Meðalharðgerður-harðgerður runni, blómgast árvisst í Lystigarðinum
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru í ræktun, t.d. Viburnum opulus 'Rå' sem þrífst vel hérlendis, smágerðari en sjálf aðaltegundin, Viburnum opulus 'Compactum' sem er mjög smágert og hægvaxta yrki, Viburnum opulus 'Roseum' er hár og grannur runni, eingöngu með ófrjó, stór blóm í kúlulaga sveip, Viburnum opulus 'Xanthocarpum' er yrki með appelsínugul-brúngul ber og eflaust má til nefna nokkur fleiri.