Viburnum prunifolium

Ættkvísl
Viburnum
Nafn
prunifolium
Íslenskt nafn
Plómuber
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júní og fræið þroskast í október.
Hæð
- 7,5 m og 5 m breiður.
Vaxtarlag
Lauffellandi, hár og uppréttur runni, stundum lítið tré, allt að 9 m hátt, hliðargreinar láréttar-útstæðar, strjálar. Smágreinar stinnar, hárlausar og dálítið rauðleitar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Lauf 9 × 5 sm, egglaga, oddbaugótt, öfugegglaga, stöku sinnum kringlótt, hvassydd, bogadregin eða fleyglaga við grunninn, fín-sagtennt, hárlaus, mattgræn ofan, ljósari neðan, rauð og gul að haustinu. Laufleggir allt að 2 sm, dálítið rauðir, stundum með mjög mjóan væng. Blómin hreinhvít, 6,5 mm í þvermál, öll frjó, í næstum legglausum skúf, sem er allt að 10 sm í þvermál. Krónan allt að 6 mm í þvermál. Aldin allt að 17 mm, egglaga, dökkblá, hrímug. Blómin eru tvíkynja og frævuð af skordýrum. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf.
Uppruni
Austur og austur mið N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. Fræinu er best að sá í sólreit strax og það hefur náð fullum þroska. Spírunin getur verið hæg og stundum tekur hún meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ´grænu´ (þegar það er þroskað en áður en það er trénað) og sáð strax í sólreit, ætti það að spíra næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánaða hitameðferð og 3 mánað kuldameðferð og svo getur tekið það 18 mánuði að spíra. Dreifplantið ungplöntunum hverri í sinn pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og látið þær vaxa áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru settir í sólreit snemmsumars. Setjið hverja og eina plöntu í sinn pott strax og þær fara að rætast og gróðursetjið þær að vori eða snemsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru teknir af hálftrénuðum viði, 5-8 sm langir með hæl er hægt að taka í júlí-ágúst og settir í sólreit. Plantið þeim hverjum í sinn pott strax og þeir fara að rætast. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa af veturinn. Best er að hafa þá í gróðurhúsi eða sólreit þar til næsta vors áður en græðlingarnir eru gróðursettir í beð. Haustgræðlingar eru hafðir í sólreit, þeir ættu að rætast snemma næsta vor. Setjið þá í potta þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handfjatla þá og plantið þeim út að sumrinu ef þeir hafa vaxið nógu mikið að öðrum kosti eru plönturnar hafðar í sólreit næsta vetur og gróðursetjuð þær næsta vor. -----------------Sveiggræðsla á ársprotum fer fram í júlí-ágúst. Sveiggræðslan tekur 15 mánuði.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar, sem stakstæður runni. Auðræktuð planta, sem þrífst í flestum jarðvegsgerðum, ólíkt öðrum tegundum ættkvíslarinnar vex hún vel í mögrum og þurrum. Vex best í frjóum, djúpum, leirkenndum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Mjög harðgerð tegund sem þolir allt að 40 °C. Plantan getur ekki frjóvgað sig sjálf og þarf erfðafræðilega ólíkar plöntur í kringum sig til að geta myndað aldin og frjó fræ.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2001, vex hægt og kelur lítið.