Weigela florida

Ættkvísl
Weigela
Nafn
florida
Íslenskt nafn
Roðaklukkurós
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Dökkrósrauður.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 3 m
Vaxtarlag
Ungar greinar hárlausar eða með 2 langsum rákir með stutta dúnhæringu.
Lýsing
Lauf allt að 10 x 4 sm, egglaga-aflangar eða öfugegglaga, langydd, sagtennt, hárlaus ofan, þétt dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Laufleggir allt að 3 m. Blómin dökkrósrauð, ljósari innan, stök. Bikar allt að 13 mm, hárlaus eða með dreifðri, grófri dúnhæringu. Bikarblöð allt að 12 mm, lensulaga, langydd, með löng hár. Króna trektlaga, allt að 4 sm, með mjúka dúnhæringu á ytra borði. Stílar útstæðir, 3 sm, hárlausir. Fræhýði allt að 2,5 sm, mj-ósívalur, fræ 1,5 mm, með lítinn væng.
Uppruni
Kórea, N Kína, Japan.
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, vetrargræðlingar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.