Zigadenus elegans

Ættkvísl
Zigadenus
Nafn
elegans
Íslenskt nafn
Mjallarkirtill
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær, laukur.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Planta með lauk. Lauf yfirleitt grunnlauf, allt að 1 sm breið, hvassydd.
Lýsing
Blómstönglar allt að 80 sm. Blómskipunin oft einfaldur, fáblóma klasi, stundum greinóttur neðst. Efri stoðblöðin með himnikenndan jaðar. Blómhlífarbleðlar 8-12 mm, hver með hjartalaga kirtil við grunninn. Eggleg kringstæðið að 1/5 - 1/3 neðst. Fræhýði keilulaga, um það bil 2 x lengra en langæir blómhlífarbleðlarnir.
Uppruni
NV N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting á rótarhnausnum, sáning.
Notkun/nytjar
Falleg með sígrænum plöntum og í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst vel bæði norðan og sunnanlands. Mjög eitraðar, einkum laukar en einnig blöð. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, til annarrar var sáð 1974 og hinnar 1981, báðar þrífast vel.