Velkomin í Lystigarðinn
Garðurinn er aðgengilegur allt árið
Sumartími (1. júní - 30. september).
Garðhliðin og salerni eru opin frá 9-22
Vetrartími (1. nóvember - 31. maí)
Garðhliðin eru opin en salerni eru lokuð.
Garðurinn er aðgengilegur allt árið
Sumartími (1. júní - 30. september).
Garðhliðin og salerni eru opin frá 9-22
Vetrartími (1. nóvember - 31. maí)
Garðhliðin eru opin en salerni eru lokuð.
Lystigarðurinn er grasagarður og skrúðgarður sem er rekinn af Akureyrarbæ og er staðsettur á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans.
Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957. Garðurinn hefur verið stækkaður þrisvar frá upphafi og er nú um 3,7 hektarar.
Bryndís Fjóla Pétursdóttir garðyrkjufræðingur og sjáandi hefur kortlagt álfa og huldufólk í Lystigarðinum á Akureyri og útbúið kort yfir búsetu þeirra sem fengið hefur nafnið Huldustígur
Af þessu tilefni býður Bryndís Fjóla upp á opnar kynningar-gönguferðir með leiðsögn til þess að kynna Huldustíginn fyrir þeim sem eru forvitnir um náttúruna og töfra hennar.