Við bjóðum fólk velkomið á Rökkurró, setningarhátíð Akureyrarvöku, sem fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 29. ágúst.
Gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos gefur tóninn stuttu fyrir viðburð en kl. 21:00 setur Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar hátíðina og fer fram kynning á dagskrá Akureyrarvöku.
Að ávarpi bæjarstjóra loknu munu Minningar frá Brasilíu taka yfir Lystigarðinn áður en dansarar frá listdansskóla Steps Dancecenter sýna dansverkið Sofðu rótt. Eftir það taka við ljúfir tónir frá Hrund Hlöðversdóttur. Að lokum munu Helga og Bjarni flytja íslenskar perlur sem leiða gesti inn í nóttina.
Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 22:00.
Frekari upplýsingar má finna hér.
Við vonum að þið eigið notalegt kvöld og biðjum ykkur að sýna garðinum virðingu, passa vel upp á plönturnar og vinsamlegast ekki skilja eftir rusl.
Kærar þakkir,
Starfsfólk Lystigarðs