Hæ, hó, jibbí, jei og það er kominn hátíð í Lystigarðinum.

Í Lystigarðinum verður full dagskrá á milli 13:00 og 17:00 í tilefni þjóðhátíðardagsins, þar á meðal ræður, hljómsveitir, leiksýningar og hoppukastalar.

Nánari upplýsingar um viðburði má finna á Halló Akureyri.

 

Starfsfólk Lystigarðsins óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar og biður um leið gesti að sýna „lifandi safni“ okkar virðingu.

Vinsamlegast ekki ganga um plöntubeð og passið að allt rusl sé sett í ruslafötu.

Með fyrirfram þökk,

Starfsfólk Lystigarðsins.